Nú er afar dökkt um að litast í Vestmannaeyjum enda þykkt öskulagið yfir öllu. Egill Egilsson sendi Eyjafréttum nokkrar myndir sem hann tók yfir bæinn en þar sem áður voru litrík húsaþök, eru nú aðeins dökkgrá þök. Ef vel er gáð, má þó sjá eitt rautt þak innan um dökkgráu húsþökin. Öskufall var í alla nótt en stytti upp um sexleytið í morgun. Nú virðist öskuskýið vera færa sig aftur yfir Heimaey og má búast við öskufalli enn á ný eftir nokkrar mínútur.