Önnur sýning á lifandi kvikmyndum í Sagnheimum
Sýndar verða myndir frá árum áður hér í Vestmannaeyjum. Mynd frá síðu Sagnheima.

Gestum gefst aftur tækifæri til að skyggnast inn í fortíð Vestmannaeyja þegar sérstök sýning á lifandi kvikmyndum verður haldin í Sagnheimum laugardaginn 31. janúar. Þetta er annar viðburður sinnar tegundar, en sambærileg sýning fór fram 10. janúar og vakti mikla athygli.

Sýningin samanstendur af kvikmyndum sem teknar voru á árunum 1924 til 1970, með megináherslu á tímabilið 1950 til 1970. Myndefnið er fjölbreytt og veitir einstaka innsýn í daglegt líf Eyjamanna á þessum árum. Þar má meðal annars sjá sjósókn og fiskvinnslu, mannlíf í bænum, lífið í úteyjum, Þjóðhátíðir og aðra viðburði sem mótuðu samfélagið.

Efnið var tekið af ýmsum aðilum, þar á meðal Lofti Guðmundssyni ljósmyndara, Sveini Ársælssyni, Friðriki Jesson, Guðjóni Ólafssyni og Ósvaldi Knudsen, auk fleiri. Gunnar Júlíusson, grafískur hönnuður, sá um yfirferð og úrvinnslu kvikmyndanna. Verkefnið hlaut styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands.

Arnar Sigurmundsson mun fara yfir efnið, greina það nánar og leiða umræður með gestum.

Sýningin hefst klukkan 11:00 og er öllum opin.

Nýjustu fréttir

Loðnuráðgjöf hækkuð í 197 þúsund tonn
Önnur sýning á lifandi kvikmyndum í Sagnheimum
Eyjafréttir í nýjum búningi á nýju ári
ÍBV tekur á móti Fram í kvöld
Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.