Haldinn verður opinn fundur um málefni hafsins í Alþýðuhúsinu þriðjudaginn 28. júní í tengslum við sumarfund sjálfbærninefndar Norðurlandaráðs. Á fundinum verða meðal annars þingmennirnir Róbert Marshall og Elín Hirst, færeyingurinn Bogi Hansen, haffræðingur og handhafi umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs, Jóhann Sigurjónsson, fyrrum forstjóri Hafrannsóknarstofnunar og nú starfsmaður utanríkisráðuneytisins og Gunnar Haraldsson, hagfræðingur og félagi í norrænni hugveitu um málefni hafsins. Einnig verða á fundinum þingmenn frá Norðurlöndum sem sitja í sjálfbærninefnd Norðurlandaráðs.
�?ema opna fundarins er hafið: loftslagsbreytingar, hafstraumar og súrnun sjávar og hvernig bæta má stjórnun á sameiginlegum fiskistofnun í Norður-Atlandshafi, svo sem makríl og síld.
Fundurinn hefst í Alþýðuhúsinu þriðjudagsmorguninn 28. júní kl. 9 og stendur til hádegis. Túlkun verður á fundinum þannig að þátttakendur geta fylgst með og tekið þátt í umræðum á skandinavísku, finnsku og íslensku.
Meðan á heimsókninni til Vestmannaeyja stendur mun nefndin einnig meðal annars skoða Vinnslustöðina og Eldheima.
Norðurlandaráð hefur frá 1952 verið helsti vettvangur til umræðu og aðgerða um samstarf Norðurlandanna. Ráðið skipa 87 þingmenn Norðurlanda, þar af 7 alþingismenn.
Norðurlandaráði er skipt upp í starfsnefndir sem sinna tilteknum sviðum samstarfsins. �?að er ein þessara nefnda, nefndin um sjálfbæra þróun, sem heldur sumarfund sinn í Vestmannaeyjum dagana 27. og 28. júni. Nefndina skipa 18 þingmenn frá Norðurlöndunum fimm og Grænlandi.
Dagskrá opna fundarins er sem hér segir:
Kl. 09:00 -10:15
Opnunarorð, Hanna Kosonen, þingmaður í Finlandi, formaður sjálfbærninefndar Norðurlandaráðs.
Loftlagsbreytingar, hafstraumar og súrnun sjávar
�?� Bogi Hansen, haffræðingur frá Færeyjum og handhafi umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs
�?� Jón �?lafsson, heiðursprófessor, Háskóla Íslands
Kl. 10:30-12:00
Stjórnun sameiginlegra fiskistofna
�?� Jóhann Sigurjónsson, fyrrum forstjóri Hafró og nú starfsmaður utanríkisráðuneytisins
�?� Gunnar Haraldsson, hagfræðingur og félagi í norrænni hugveitum um málefni hafsins
Danska þingkonan Karin Gaardsted, varaformaður sjálfbærninefndarinnar, flytur lokaorð.