Aðalstjórn ÍBV-íþróttafélags sendi í kvöld frá sér stutta tilkynningu vegna máls Kára Kristjáns Kristjánssonar og félagsins. Í yfirlýsingunni segir að ÍBV-íþróttafélag harmi að viðræður við Kára Kristján hafi ekki gengið sem skyldi.
„Félagið áréttar að ávallt séu tvær hliðar á öllum málum og tjáir sig ekki frekar um einstök samningsmál. Við óskum Kára velfarnaðar í framtíðinni og þökkum fyrir hans framlag til félagsins,” segir í tilkynningu aðalstjórnar ÍBV-íþróttafélags.
Sjá einnig:
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst