Óskar aðstoðar Þorlák
Óskar Elías Zoega Óskarsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í fótbolta. Ljósmynd/ibvsport.is

Knattspyrnuþjálfarinn og Eyjamaðurinn Óskar Elías Zoega Óskarsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í fótbolta. Hann mun því vera Þorláki Árnasyni innan handar og mynda þjálfarateymi með honum og Kristian Barbuscak markmannsþjálfara. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu ÍBV.

Óskar er 29 ára þjálfari sem lék upp alla yngri flokkana með ÍBV, hann lék fyrsta leik sinn í meistaraflokki fyrir ÍBV 15 ára gamall og hefur samtals leikið 100 leiki í efstu og næstefstu deild. Hann hefur einnig leikið mikið með KFS, ríflega 50 leiki. Síðustu tvö tímabil hefur Óskar einbeitt sér meira að þjálfun og leikið með KFS samhliða því. Samningur hans við knattspyrnudeildina er til tveggja ára.

Það verður spennandi að fylgjast með Óskari í þessu hlutverki en hann þjálfar einnig hjá yngri flokkum félagsins. Knattspyrnuráð hlakkar til samstarfsins og óskar Óskari góðs gengis.

Nýjustu fréttir

Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.