Óskar Jakob Sigurðsson, veðurathugunarmaður á Stórhöfða, varð 75 ára 19. nóvember s.l.. Óskar hélt upp á afmælið sitt í sal Veðurstofunnar sunnudaginn 18. nóvember og afþakkaði allar gjafir en útbjó þess í stað bauk þar sem vinir og vandamenn gátu gefið frjáls framlög til styrktar starfsemi Krabbameinsfélags Íslands. Hann færði félaginu svo baukinn á afmælisdegi sínum en alls söfnuðust 95.276 krónur í afmælinu.