Eins og áður hefur komið fram, mun Bjarný Þorvarðardóttir hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun, laugardag en þar hleypur hún fyrir pabba sinn, Þorvarð Þorvaldsson, sem slasaðist alvarlega í vinnuslysi. Þorvarður er lamaður fyrir neðan háls en Bjarný hefur safnað áheitum fyrir Mænuskaðastofnun Íslands. Í vikublaðinu Fréttum er viðtal við Bjarný en þegar rætt var við hana á þriðjudag, var hún búin að safna 680 þúsund krónum. Síðan þá hefur söfnunin heldur betur tekið kipp og er upphæðin komin í 1.047.500 kr.