Danski framherjinn Patrick Pedersen jafnaði met Tryggva Guðmundssonar í efstu deild karla í fótbolta þegar Valur vann FH 3:1 í Bestu deild karla í fótbolta. Hafa Patrick og Tryggvi skorað 131 mark. Þess ber að geta að Tryggvi spilaði erlendis frá því hann var 23 til 30 ára og hann er kantmaður en Patrick er framherji.
Það er líklegt að met Tryggva falli á allra næstu dögum en hann er alveg sáttur. „Patrick er frábær knattspyrnumaður og framherji en ég var meira á kantinum. Hann er vel að þessu kominn. Ég er stoltur af mínum ferli en það hlaut að koma að því að metið mitt yrði slegið,“ sagði Tryggvi.
Tryggvi sá allra besti
Í bráðskemmtilegri yfirferð sem Vísir tók saman um val á bestu leikmönnum í efstu deild karla í kanttspyrnu er listi yfir sextíu bestu leikmenn efstu deildar karla frá 1992 og er Tryggvi í efsta sæti. Í greininni er rakinn glæstur ferill Tryggva sem fæddist 1974 og vakti ungur athygli fyrir frábæra takta á knattspyrnuvellinum.
Hér er farið yfir leikmanninn sem endaði í 1. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992.
Í umfjölluninni er farið yfir afrekaskrá Tryggva Guðmundssonar. Fimm sinnum Íslandsmeistari, tvisvar sinnum bikarmeistari, enn handhafi metsins yfir flest mörk í sögu efstu deildar, var handhafi markametsins í 27 ár, kom með beinum hætti að 204 mörkum í efstu deild (sá eini sem hefur farið yfir tvö hundruð mörkin), einu sinni leikmaður ársins, einu sinni besti ungi leikmaðurinn, tvisvar sinnum markakóngur, einu sinni stoðsendingakóngur og annar tveggja (ásamt Guðmundi Steinssyni) sem hafa náð sex tíu marka tímabilum í efstu deild. Allt þetta þrátt fyrir að hafa spilað sjö ár, á besta aldri, erlendis.
Tryggvi Guðmundsson varð Íslandsmeistari með ÍBV 1997 og var nálægt því að endurtaka leikinn 2010.
Tryggvi lék sína fyrstu leiki í efstu deild 1992 en sló í gegn sumarið 1993. Þá skoraði hann tólf mörk fyrir ÍBV sem hélt sér uppi þökk sé frægu marki bjargvættarins Martins Eyjólfssonar gegn Fylki í lokaumferðinni. Tryggvi átti reyndar risastóran þátt í að Eyjamenn héldu sér uppi því hann skoraði þrennu í 2-9 sigri á Víkingum í næstsíðustu umferðinni. Sá stóri sigur gaf ÍBV tækifæri á að halda sér uppi með sigri á Fylki í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni.
Eftir eitt ár í KR þar sem Tryggvi varð bikarmeistari sneri hann aftur til Eyja 1995 og var besti leikmaður stórskemmtilegs liðs ÍBV sem endaði í 3. sæti. Tryggvi skoraði fjórtán mörk og átti Gullskóinn vísan áður en Arnar Gunnlaugsson kom til skjalanna. Tryggvi skoraði svo átta mörk og gaf sjö stoðsendingar sumarið 1996 þar sem ÍBV lenti í 4. sæti í deild og 2. sæti í bikar.
Eftir fimm ára sigurgöngu ÍA var komið að lyklaskiptum á toppnum 1997. ÍBV varð meistari í fyrsta sinn í átján ár og var hársbreidd frá því að vinna tvöfalt. Tryggvi skoraði nítján mörk, jafnaði markametið í efstu deild og var valinn leikmaður ársins. Hann var sérstaklega öflugur eftir því sem leið á tímabilið og skoraði ellefu mörk í síðustu sex leikjum ÍBV. Tryggvi skoraði þrennu á tíu síðustu mínútum gegn Val í 15. umferð og svo aftur þrennu þegar ÍBV tryggði sér titilinn með 5-1 sigri á Keflavík í næstsíðustu umferðinni.
Tryggvi Guðmundsson (fæddur 30. júlí 1974 í Vestmannaeyjum) er fyrrum knattspyrnumaður og núverandi þjálfari. Hann er markahæsti leikmaður í sögu Íslendinga með 331 mark og varð oft markakóngur íslensku toppdeildarinnar.
Tryggvi spilaði á Norðurlöndunum með Tromsø og Stabæk og Örgryte IS. Hann varð með markahæstu mönnum norsku deildarinnar nokkur skipti.
Hér er farið yfir leikmanninn sem endaði í 1. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst