Pétur Runólfsson mun ekki leika með ÍBV í sumar í efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Pétur, sem á tvö ár eftir af samningi sínum hjá félaginu hefur tilkynnt forráðamönnum ÍBV að hann vilji losna undan samningi sínum en hann hyggst taka sér frí frá knattspyrnuiðkun. Pétur hefur verið fastamaður í liði ÍBV undanfarin ár, bæði leikið á miðjunni og sem bakvörður og átti mjög gott tímabil í fyrra.