Glódís hefur verið nemandi við Tónlistarskóla Rangæinga síðan hún var 6 ára, fyrstu þrjú árin var hún nemandi �?nnu Magnúsdóttur, en síðan hefur Hédi Maróti verið kennari hennar.
Nú er Glódís að verða 17 ára og stefnir á að taka framhaldsstig í píanóleik á næsta ári en þessir tónleikar eru einmitt hluti af því.
Dagskrá tónleikana verður mjög fjölbreytt, allt frá barrok tímabilinu og í nútíma popptónlist. Sem dæmi má nefna tónlist eftir Bach, Schubert, Copin, Joplin og Pál Ísólfsson, einnig ætlar Glódís að spila og syngja nokkur popplög, þar á meðal eitthvað frumsamið, en hún hefur fengist við eigin tónsmíðar um nokkurt skeið. Tónleikarnir hefjast kl. 16:00 og er aðgangseyrir kr. 1.000, en frítt fyrir börn. Allur ágóði af tónleikunum rennur til sjóðs safnaðarheimilisins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst