Á fjölmennri kosningavöku stuðningsmanna Páls Magnússonar í Vestmannaeyjum var því fagnað fyrir skömmu að fátt virðist geta komið í veg fyrir að Páll skipi fyrsta sætið á lista sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Er hann með yfirburða stöðu þegar talin hafa verið 2000 atkvæði af um 4000. Næstur er Ásmundur Friðriksson, alþingismaður sem sóttist eftir fyrsta til öðru sæti á listanum.
Páll Magnússon er með 44,6 prósent atkvæða í fyrsta sæti, Ásmundur er með 48,7 prósent í fyrsta til annað sæti, Vihjálmur Árnason, alþingismaður er með 48,0 prósent í fyrsta til þriðja en fast á hæla hans kemur Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra og í fimmta sæti er Unnur Brá Konráðsdóttiir.