Fyrir um rúmlega 15 árum komu til Vestmannaeyja lið frá sjónvarpsstöðinni National Geographic til að gera fréttaskýringu um pysjuveiðar. Myndbandið eru tæplega þrjár mínútur þar sem farið er yfir hvernig pysjuveiðar ganga fyrir sig. Okkur á Eyjafréttum fannst tilvalið að rifja það upp þar sem loksins er hægt að fara á pysjuveiðar á nýjan leik en hún hefur verið í dvala undan farin ár en núna eru pysjurnar sem komnar eru í pysjueftirlit Sæheima orðnar yfir 3200 talsins.