Á síðasta fundi bæjarráðs Vestmannaeyja var tekið fyrir mál af fundi framkvæmda- og hafnarráðs sem vísað var til bæjarráðs. Fram kemur í fundargerð að framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs hafi setið fundinn í málinu og fylgt eftir minnisblaði er varðar aðstöðu og umhverfi sorpmóttökustöðvar við Eldfellsveg.
Fyrir liggur að ráðast þarf í brýnar umbætur og lagfæringar á aðbúnaði til að bæta úr öryggi á svæðinu. Kostnaður við slíkar umbætur er áætlaður 15 milljónir og ekki er gert ráð fyrir fjárveitingu til framkvæmdanna á yfirstandandi fjárhagsári. Bæjarráð samþykkti samhljóða að fara í umræddar umbætur á aðbúnaði.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst