Útskrift Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum verður haldin með rafrænum hætti, í dag laugardaginn 19. desember, við hátíðlega athöfn heima í stofu. Viðburðinum verður streymt í gegnum Youtube, hefst athöfnin stundvíslega kl. 16:00 og er áætlað að hún taki á um klukkustund.
Í orðsendingu frá skólameistara er eftirfarandi atriðum beint til nemenda er varða útskriftardaginn:
Þessi útskrift veður ekki á þann hátt sem við hefðum helst kosið í veirufríu landi. En það er alveg víst að hún verður engri annarri útskrift sem við höfum haldið lík og við ætlum að reyna að gera hana sem eftirminnilegasta. Þar skiptir þátttaka ykkar miklu máli!
Verðum spariklædd og hress á laugardaginn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst