Útskrift Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum verður haldin með rafrænum hætti, í dag laugardaginn 19. desember, við hátíðlega athöfn heima í stofu. Viðburðinum verður streymt í gegnum Youtube, hefst athöfnin stundvíslega kl. 16:00 og er áætlað að hún taki á um klukkustund.
Í orðsendingu frá skólameistara er eftirfarandi atriðum beint til nemenda er varða útskriftardaginn:
Þessi útskrift veður ekki á þann hátt sem við hefðum helst kosið í veirufríu landi. En það er alveg víst að hún verður engri annarri útskrift sem við höfum haldið lík og við ætlum að reyna að gera hana sem eftirminnilegasta. Þar skiptir þátttaka ykkar miklu máli!
Verðum spariklædd og hress á laugardaginn.
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.