Ragnheiður Elín Árnadóttir, annar þingmaður Suðurkjördæmis og varaformaður þingflokks Sjálfstæðismanna, verður gestur morgunfundar Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum. Fundurinn fer fram í Ásgarði og hefst klukkan 11.00. Fundirnir hafa til þessa verið afar vel sóttir og líklega mun þingmaðurinn þurfa svara spurningum um atburði síðustu daga er varða Icesave.