Rauðátuverkefnið fékk 9,8 milljóna styrk úr Lóusjóðnum
Setrid
Fundað verður í Þekkingarsetri Vestmannaeyja, Ægisgötu 2.

„Þetta er mikil viðurkenning á því sem við höfum verið að gera í rannsóknum á rauðátu og möguleikum á vinna úr henni verðmætar afurðir. Verkefni sem vekur ekki bara athygli hér á landi, vísindamenn víða um heim beina nú sjónum sínum að Vestmannaeyjum,“ sagði Hörður Baldvinsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja þegar hann fékk þær fréttir rétt í þessu að rauðátuverkefnið hefði hlotið 9,8 milljóna króna styrk úr Lóu – nýsköpunarstyrkjum fyrir landsbyggðina.

Alls sóttu 100 um en 21 verkefni hlaut styrk í ár og fékk rauðátuverkefnið næst hæsta styrkinn. „Verkefnin eru fjölbreytt og eru m.a. á sviði nýsköpunar í matvælavinnslu, uppbyggingu í vistkerfi nýsköpunar og STEAM greina og rannsókna á sviði sjávarfallavirkjana. Þá sýndu umsóknir um styrkina að um land allt er mikill áhugi hvað varðar nýtingu og sköpun verðmæta úr þörungum,“ segir í tilkynningu á heimasíðu Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins.

„Rannsóknir eru þegar hafnar og lofa góðu. Við fengum 5000 tonna kvóta í rauðátu og gangi allt að óskum er um að ræða mikið tækifæri fyrir Vestmannaeyjar. Framundan er að kanna möguleika á veiðum og vinnslu á rauðátu við Eyjar. Rannsaka stofnstærð og útbreiðslu samhliða tilraunaveiðum. Kanna meðafla og áhrif á lífkerfið, meðhöndlun, efnainnihald og geymsluþol. Þróa afurðir, greina markaði og gera drög að viðskiptaáætlun. Flest af þessu er komið í gang og gangi allt eftir verða línur farnar að skýrast strax næsta sumar,“ sagði Hörður að endingu.

Með Þekkingasetrinu koma Vinnslustöð Vestmannaeyja, Ísfélag Vestmannaeyja, Rannþjónusta Vestmannaeyja, Háskóli Íslands, Hafró, Matís og fleiri að verkefninu.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.