Rausnarleg gjöf Krabbavarnar

Krabbavörn Vestmannaeyja afhenti í dag rausnarlega gjöf til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vestmannaeyjum. Félagið hefur undanfarnar vikur unnið að endurbótum á dagdeild lyfjagjafar á stofnuninni.

Gjöf félagsins telur tvo lyfjagjafastóla með eftirfarandi aukahlutum Lamp, IV pole Patient table og USB port ásamt lyfja dælum. Rafmagns skrifborð, skrifborðstól, móttökustól, fjögur teppi/yfirbreiðslur, tvö hitateppi fyrir axlir, tvo fótaverma, tvö sjónvörp ásamt tveimur þráðlausum heyrnatólum, gardínur, veggfestur armur útdraganlegur, veggfest hvítt tjald, ljósmynd eftir Óskar Pétur Friðriksson og listaverkið “Það er von“ eftir Helgu Jónsdóttur.

Í tilkynningu frá stjórn Krabbavarnar segir að Krabbavörn Vestmannaeyja hafi staðið fyrir ýmiskonar fjáröflunum á meðal einstaklinga og fyrirtækja í Vestmannaeyjum ásamt ýmsum uppákomum, safnað fé til kaupa á þeim munum sem hér eru upptaldir.

„Það er ósk Krabbavarnar að aðstaðan veiti bæði því fólki sem þarf að nýta sér lyfjagjafaherbergið sem og því starfsfólki sem við það starfar notalegan tíma í erfiðum aðstæðum.“

Myndir frá afhendingunni í dag má sjá hér að neðan, en það var Gyða Arnórsdóttir, deildarstjóri á sjúkra- og göngudeild HSU sem veitti gjöfinni viðtöku. Gyða sagði í samtali við Eyjar.net í mars sl. þegar framkvæmdir stóðu yfir að mikil ánægja sé með breytingarnar.

„Starfsemi dagdeildarinnar er alltaf að aukast og hin ýmsu lyf blönduð og gefin fyrir stóran og mismunandi hóp skjólstæðinga sem nýtur og mun njóta þessara breytinga og þæginda. Fyrir hönd deildarinnar vil ég koma á framfæri innilegu þakklæti til Krabbavarnar í Vestmannaeyjum fyrir þessa höfðinglegu gjöf.“

https://eyjar.net/mikil-anaegja-med-breytingarnar/

Nýjustu fréttir

Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Frétta-píramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Siglt til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.