Reyna að fá annað en þorsk
28. ágúst, 2025
Eyjarnar 20250826 081915
Landað úr Vestmannaey VE á þriðjudagsmorgun. Á bakvið hana er Bergey VE. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Um þessar mundir er lögð áhersla á að togararnir í Síldarvinnslusamstæðunni veiði annað en þorsk. Einkum er áhersla lögð á að veiða ufsa en það hefur sannast sagna gengið erfiðlega. Að undanförnu hafa togararnir landað, en rætt er við skipstjóra togaranna á vef Síldarvinnslunnar í dag.

Bergey VE landaði fullfermi í Vestmannaeyjum á mánudagsmorgun og var Jón Valgeirsson skipstjóri tiltölulega ánægður með veiðiferðina. „Við lögðum upp frá Neskaupstað og byrjuðum að veiða á Gauraslóðinni. Þar var lítið að hafa og þá var strikið tekið í Lónsbugtina. Þar lentum við í góðri veiði. Aflinn var mest þorskur og ufsi og smávegis af karfa og ýsu með. Það sem skipti kannski mestu máli var að fá ufsann því hann reynist okkur býsna erfiður,” sagði Jón.

Jóhanna Gísladóttir GK landaði í Grindavík á mánudagsmorgun og greindi Einar Ólafur Ágústsson skipstjóri svo frá túrnum. „Við lönduðum 55 tonnum og var aflinn mest ufsi og síðan ýsa og þorskur. Við byrjuðum við Hvalbakinn í túrnum en þar var lítið að hafa. Þá var haldið á Landabanka og síðan á Mýragrunn og þar var sama sagan, aflinn var afar takmarkaður. Loks reyndum við fyrir okkur á Öræfagrunni og þar var þolanlegt nudd yfir nóttina en lítið að fá yfir dagtímann. Öll áhersla var lögð á að fá annað en þorsk og það er gleðilegt að hafa náð einhverjum ufsa í þessum túr,” sagði Einar Ólafur.

Vestmannaey VE landaði í Eyjum á þriðjudagsmorgun. Skipið var með fullfermi. Þorskur var um 40% aflans en aflinn var annars ýsa, ufsi, karfi, steinbítur og koli. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri sagði að mikil áhersla væri lögð á að veiða annað en þorsk. „Það var víða farið í þessum túr. Við fórum frá Norðfirði og keyrðum fyrst suður á Urðarhrygg. Þar var ekkert nema þorsk að fá. Þá var haldið á Undirbyrðishrygg í leit að ýsu en þar var róleg veiði. Leiðin lá í Lónsbugtina og þar veiddist vel en alltof mikið af þorski. Farið var út á Papgrunn en þar var ekki ýsan sem við vorum að leita að. Fréttir bárust af ufsaveiði í Lónsdýpinu og við fórum þangað en þá var ufsinn búinn. Við enduðum loks við Kolahrygginn og þar fékkst þokkaleg blanda. Það var semsagt talsvert haft fyrir þessu,” sagði Birgir Þór.

Gullver NS landaði 102 tonnum á Seyðisfirði í gær. Aflinn var mjög blandaður; þorskur, ýsa, ufsi og karfi. Þórhallur Jónsson skipstjóri sagði að að túrinn hefði hafist á Gauraslóðinni en síðan hefði verið veitt í Lónsbugt og í Berufjarðarálnum.

Bergey og Jóhanna Gísladóttir héldu til veiða á ný í gær og Vestmannaey í gærkvöldi. Gullver mun halda til veiða á laugardagsmorgun, segir í umfjöllun á vef Síldarvinnslunnar.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
8. tbl. 2025
8. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.