Reynið bara að stöðva mig
Her­mann Hreiðars­son, þjálf­ari Fylk­is og fyrr­ver­andi landsliðsmaður í knatt­spyrnu, er staðráðinn í að sjá leik Íslands og Eng­lands á EM í Nice annað kvöld, þrátt fyr­ir að Fylk­ir eigi leik í Pepsi-deild­inni á þriðju­dags­kvöld. �?etta skrif­ar Her­mann í pistli í Daily Mail í dag. Her­mann fór til Frakk­lands í riðlakeppn­inni til að styðja við ís­lenska landsliðið en seg­ist ekki hafa gert ráð fyr­ir því að fara aft­ur til Frakk­lands á þess­um tíma­punkti. �??�?g var ekki með nein­ar áætlan­ir um að fara til Frakk­lands þar sem ég er núna þjálf­ari Fylk­is í efstu deild, en reynið bara að koma í veg fyr­ir að ég fari til Nice núna!�?? skrifaði Her­mann í Daily Mail.
�??Við eig­um leik á þriðju­dag­inn [gegn Vík­ingi R.] �?? hérna er tíma­bilið spilað á sumr­in �?? og bæði lið eru í þess­um skrifuðu orðum að gera allt sem þau geta til að fá leikn­um frestað svo að við get­um bæst í hóp 30.000 landa okk­ar og horft á þetta æv­in­týri með ber­um aug­um,�?? skrifaði Her­mann.
Her­mann, sem lék í 15 ár í Englandi, seg­ir Eng­lend­ing­um frá því að Íslend­ing­ar elski hrein­lega enska bolt­ann og því sé enn skemmti­legra fyr­ir ís­lenska þjóð að mæta Englandi í 16-liða úr­slit­um á EM.
Mbl.is greindi frá.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.