Allt vill ríkið gleypa. Nú hefur fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist „eyjar og sker“ og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins. Um er að ræða sautjánda og síðasta svæðið sem óbyggðanefnd tekur til meðferðar. Hér á eftir fara upplýsingar um kröfugerð íslenska ríkisins og málsmeðferð. Inni í þessum pakka eru Vestmannaeyjar.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Óbyggðanefnd og bitinn er ekki lítill þegar kemur að Vestmannaeyjum. Á mbl.is segir: „Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist „eyjar og sker“ og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins.
Á meðal krafna ríkisins er allt nýtt landsvæði sem myndaðist í Eyjagosinu árið 1973. Þar að auki er til dæmis gerð krafa um að Stórhöfði, Skansi og aðrir hlutar Heimaey verði að þjóðlendu. Þá má nefna að krafa er gerð til allra eyja og skerja í Vestmannaeyjum, eins og til dæmis Elliðaey, Bjarnarey og Surtsey.“
Þetta kemur fram í tilkynningu óbyggðanefndar og nú hlýtur bæjarstjórn að grípa til varna. Nóg er nú ofríkið samt af hálfu hins opinbera.
Mynd Addi í London – Vestmannaeyjabær í vetrarskrúða.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst