Ríkið vill gleypa allar Vestmannaeyjar 

Allt vill ríkið gleypa. Nú hefur fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist „eyjar og sker“ og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins. Um er að ræða sautjánda og síðasta svæðið sem óbyggðanefnd tekur til meðferðar. Hér á eftir fara upplýsingar um kröfugerð íslenska ríkisins og málsmeðferð. Inni í þessum pakka eru Vestmannaeyjar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Óbyggðanefnd og bitinn er ekki lítill þegar kemur að Vestmannaeyjum. Á mbl.is segir: „Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, hef­ur fyr­ir hönd ís­lenska rík­is­ins af­hent óbyggðanefnd kröf­ur um þjóðlend­ur á svæði 12 sem nefn­ist „eyj­ar og sker“ og tek­ur til landsvæða inn­an land­helg­inn­ar en utan meg­in­lands­ins.

Á meðal krafna rík­is­ins er allt nýtt landsvæði sem myndaðist í Eyjagos­inu árið 1973. Þar að auki er til dæm­is gerð krafa um að Stór­höfði, Skansi og aðrir hlut­ar Heima­ey verði að þjóðlendu. Þá má nefna að krafa er gerð til allra eyja og skerja í Vest­manna­eyj­um, eins og til dæm­is Elliðaey, Bjarn­arey og Surts­ey.“

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu óbyggðanefnd­ar og nú hlýtur bæjarstjórn að grípa til varna. Nóg er nú ofríkið samt af hálfu hins opinbera.

Mynd Addi í London – Vestmannaeyjabær í vetrarskrúða.

Nýjustu fréttir

Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.