Rólegt er yfir makrílveiðum þessa dagannna og sagði Sverrir Haraldsson hjá Vinnslustöðinni að það væri lítil veiði þessa daganna, „Kap og ísleifur lönduðu núna fyrir og um helgina bæði um 500 tonnum en svo hefur lítil veiði verið síðustu daga.“ Breki er á Vestfjarðamiðum að fá blandaðan afla en byrjaði túrinn fyrir SV land í karfa. „Það hefur gengið mjög vel hjá Brekamönnum, bæði að fiska og að ná tökum á nýju skipi. Sindri er SA við land, líka í blönduðum afla og gengur ágætlega.“ Hann sagði að humarveiðarnar hafi gengið illa, „humarafli er lítill en talsvert af meðafla hjá bátunum, mest karfa. Bátarnir eru núna nýfarnir út eftir helgarfrí. En Kap II er fyrir austan land á grálúðu og gengur ágætlega á þeim veiðum. Þeir voru að landa í dag og fara út aftur í kvöld.“
10% af heildarýsukvótanum
Arnar Richardsson hjá Berg-Huginn sagði í samtali við Eyjafréttir að júlímánuður hafi verið ágætur ýsuafli hjá Eyjunum, „þær komu með um 430 tonn af ýsu að landi.“ Hann ssagði að Vestmannaey VE og Bergey VE hafi nú veitt um 3.000 tonn af ýsu það sem af er yfirstandandi fiskveiðiári, „en það eru hátt í 10% af heildarýsukvótanum.“
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst