Rúmlega milljón krónur hafa safnast inn á reikning til styrktar dætrum �?orsteins Elíasar �?orsteinssonar, sem lést 37 ára að aldri í júní síðastliðnum. Börn sem �?orsteinn þjálfaði í 3. flokki Fylkis blésu til 12 tíma knattspyrnu í gær til að safna áheitum til styrktar dætrum hans, sem eru fimm og níu ára gamlar.
Alls hafa safnast 1.052.000 krónur samkvæmt Árna Jónssyni framkvæmdastjóra Fylkis.
Fram hefur komið að stefnan var sett á að safna hálfri milljón króna. �??Hvort við náum einhverju meira, það verður bara að koma í ljós,�?? sagði Birna Kristín Eiríksdóttir knattspyrnuiðkandi í 3. flokki í samtali við mbl.is í gær.
Jón Steindór �?orsteinsson þjálfari 3. flokks segir knattspyrnuna hafa gengið vel fyrir sig. �??Dagurinn í heild sinni var bara frábær. En það voru ansi margir orðnir vel þreyttir undir lokin,�?? segir Jón.
Hjartnæm stund
�??Meirihluti krakkanna var allan tímann og það er náttúrulega ótrúlegt afrek út af fyrir sig. �?að er erfitt að hlaupa og elta bolta stanslaust í tólf klukkutíma, þó að við höfum aðeins reynt að dreifa álaginu.�??
Hann segir það hafa verið fallegt augnablik þegar fjölskylda og vinir �?orsteins komu í Fylkishöllina til að þakka fyrir framtakið. �??�?að var mjög hjartnæm stund og margir áttu erfitt með að halda aftur af tárunum.�??
Í heildina komu tæplega 70 krakkar úr 3. flokki að knattspyrnunni í gær.
�??Fyrir utan það komu krakkar úr 2. flokki, 4. flokki og allt niður í 6. flokk og fengu að leggja sitt af mörkum. Heildarfjöldi krakkanna hefur því verið í kringum hundrað. �?etta tókst virkilega vel í alla staði og krakkarnir eiga mikið hrós skilið fyrir frábært framlag og bara flott hjartalag í rauninni.�??