Rúmur helmingur Eyjamanna andsnúinn minnisvarðanum
Eldfell Meirihl Samsett
Fulltrúar H-listans í bæjarstjórn Vestmannaeyja. Mynd/samsett.

Fyrr í mánuðinum gerði Maskína skoðanakönnun fyrir Eyjafréttir. Könnunin var lögð fyrir íbúa Vestmannaeyja, 18 ára og eldri. Meðal spurninga var spurningin:

Styður þú hugmyndir bæjarstjórnar Vestmannaeyja og ríkisins um byggingu minnisvarða á Eldfelli í tilefni 50 ára gosloka afmælis Heimaeyjargoss?

Smelltu á myndir til að opna þær stærri.

 

Líkt og sjá má á súluritinu hér að ofan eru örlítið fleiri andvígir byggingu minnisvarðans, eða 50,7% á móti 49,3% þeirra sem tóku afstöðu.

Meirihluti stuðningsmanna H og E listans eru jákvæðir í garð minnisvarðans

Ef skoðaður er bakgrunnur niðurstöðunnar má sjá að meirihluti stuðningsmanna H og E listans eru jákvæðir í garð minnisvarðans en stuðningsmenn sjálfstæðismanna eru mjög óánægðir. Þá má sjá að þeir sem yngri eru eru ánægðari en þeir eldri.

Bakgr Sp 3 Maskina 1124

Mikill meirihluti vill kynningu

Um 78% svarenda vildu fá útlitshugmynd og um 85% vilja sjá kostnaðaráætlun áður en ákvörðun um minnisvarðann er tekin. Um 8% svarenda töldu óþarfi að fá hvorki hugmynd um útlit né kostnaðaráætlun.

Um 23% stuðningsmanna Eyjalistans töldu óþarfi að kynna áætlanir bæjarins og um 13% stuðningsmanna H-listans.

Verkið sameinar hugmyndir Ólafs sem eru honum kærar

Ólafur Elíasson lýsir listaverkinu svona:

Verkið sameinar margar hugmyndir sem mér eru kærar: mikilvægi þess að gefa sér tíma til að staldra við og hugsa, finna fyrir tilvistinni hér og nú, véfengja eigin sjónarhorn, hugleiða um afstæði tilverunnar og forvitni um sjónarhorn og upplifanir annarra, ennfremur að velta fyrir sér hreyfingu líkamans og hlutverki hans í því að standa andspænis veröldinni og að móta hana.

Hér að neðan má sjá bakgrunn niðurstöðu spurningarinnar um kynningu áður en ákvörðun verður tekin um verkefnið.

Bakgrunnur Eldfell Maskina 24

Afturkræfanleg áhrif samkvæmt bæjaryfirvöldum

Samkvæmt heimildum Eyjafrétta hafa bæjarfulltrúar meirihlutans fullyrt að ekki verði um að ræða afturkræfanleg áhrif vegna uppsetningu minnisvarðans.

Í samtali Eyjafrétta við Pál Magnússon í fyrrasumar kom fram að kostnaður sem sneri að listamanninum gæti numið um 100 milljónum króna en heildarkostnaður verkefnisins myndi skiptast milli ríkisins og Vestmannaeyjabæjar.

Eldfell Gonguleid 1
Stígurinn, sem er 1,5-2,5 m breiður, mun liggja niður nokkuð brattar hlíðar Eldfells. Gula brotalínan sýnir hvar stígurinn mun gróflega liggja.

 

Eldfell Gonguleid 2
Þeir sem Eyjafréttir hafa leitað álits á og þekkja til framkvæmda telja að verkið muni reynast mikill verkfræðilegur hausverkur þar sem erfitt verður að koma niður góðum festingum í hraunið án þess að skilja eftir ummerki. Gula línan sýnir gróflega hvar stígurinn muni liggja upp bratta brekku Eldfells.

 

Markmið og framkvæmd

Könnun þessi er gerð af Maskínu fyrir Eyjasýn.  Könnunin var lögð fyrir íbúa Vestmannaeyja, 18 ára og eldri sem eru með skráð símanúmer annars vegar og fyrir þá sem voru skráðir í Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá hins vegar.

Könnunin var lögð fyrir á netinu, meðlimir í Þjóðgátt Maskínu fengu boðspóst og áminningar með tölvupósti og SMS skilaboðum en í Þjóðskrárúrtaki með skráð símanúmer fengu þátttökuboð og áminningar með SMS skilaboðum.

Við úrvinnslu voru svörin vigtuð til samræmis við mannfjöldatölur Hagstofunnar um kyn og aldur, til að svarhópurinn endurspegli sem best lýðfræðilega samsetningu íbúa í Vestmannaeyjum. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun. Könnunin fór fram frá 6. til 11. nóvember 2024 og voru svarendur 306 talsins.

Fleiri niðurstöður

Fylgi tveggja efstu nánast jafnt

Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur stærstir í Eyjum

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland

Foreldrar

Laura Vähätalo og Orri Arnórsson
76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn

Foreldrar

Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson
Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon
Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson
462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.
Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.

Foreldrar

Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.
Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir
Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson
F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir
Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.
E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes

Foreldrar

Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson
Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Todor Hristov og Marta Möller
Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík

Foreldrar

Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson
Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani
IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi

Foreldrar

Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason
tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík

Foreldrar

Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir
nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík

Foreldrar

María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson
jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir
Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.