Vegna mikillar eftirspurnar og gríðarlegrar stemmningar ætlar stórsveitin Stallahú, í samstarfi við stjórn ÍBV að vera með rútuferðir til Grindavíkur frá Smáralindinni á sunnudag. Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur í Grindavík og er búist við mikilli stemmningu á vellinum og því ætla Eyjamenn að vara kallinu og mæta vel gallaðir, hvítir og glaðir til Grindavíkur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem má lesa hér að neðan.