 
											Því miður þarf að fresta bókakynningu Emblu Bachmann sem átti að vera kl. 11 í fyrramálið, laugardaginn 1. nóvember. Nýr tími verður auglýstur síðar. Þetta segir í tilkynningu frá skipuleggjendum Safnahelgar.
Áður hafði verið tilkynnt um að tónleikum Pálma Sigurhjartarsonar og Stefaníu Svavarsdóttur sem vera áttu í kvöld hafi verið aflýst.
Einnig var tilkynnt um að konunglega teboðið sem átti að vera kl. 14:00 á morgun, laugardag, færist til um einn dag vegna veðurs. Konungalega teboðið verður á sunnudaginn 2. nóvember kl. 15:00.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst