Saka meirihlutann um lögbrot

Bæjarfulltrúarnir Ásgeir Ingvi Jónsson og Páll Stefánsson sendu félagsmálaráðuneytinu stjórnsýslukæru í síðsutu viku þar sem farið er fram á að ráðuneytið úrskurði samninginn ólöglegan. Jafnframt er þess krafist að málið verði tekið fyrir að nýju þegar álit sérfróðs aðila liggur fyrir svo og áhrif fjárfestingarinnar á þriggja ára áætlun sveitarfélagsins.

Birna Borg Sigurgeirsdóttir, forseti bæjarstjórnar �?lfuss, segir að kallaðir hafi verið til sérfróðir aðilar áður en gengið var frá samningum. �?Við teljum okkur því ekki hafa neitt til saka unnið,�? segir Birna.

Samningurinn var undirritaður formlega síðastliðinn þriðjudag en hann lýtur að byggingu inni- og útisundlaugar, íþróttavallar með hlaupabrautum, aðstöðu fyrir íþróttafélög og starfsmannaaðstöðu ásamt líkamsræktarstöð. Fasteign fjármagnar stærstan hluta framkvæmdanna en leigir sveitarfélaginu afnot af mannvirkjunum eftir að þau verða tekin í notkun sumarið 2008.

Í tilkynningu frá sveitarfélaginu kemur fram að kostanðurinn hljóði upp á 680 milljónir króna en Ásgeir Ingvi segir þær tölur ekki réttar. �?Tilboðið frá Fasteign var bundið byggingarvísitölu frá janúar 2006 eða 767 milljónir að núvirði. Árlegur kostnaður sveitarfélagsins hækkar því úr 43 milljónum króna í 48 milljónir auk þess sem bærinn þarf að leggja fram hátt á þriðja hundrað milljónir úr sveitarsjóði á árunum 2008 og 2009. �?etta er einfaldlega of stór biti án þess að sérfróðir menn skoði áhrifin nákvæmlega,�? segir Ásgeir Ingvi.

Nýjustu fréttir

Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.