Saltfiskur fyrir 600 manns hvern dag

Ætla má að á þriðja hundrað þúsund gesta hafi á dögunum sótt sérstaka hátíð kennda við þorsk í borginni Ilhavo í Portúgal. Vinnslustöðin var eini íslenski styrktaraðili verkefnisins og salfiskfyrirtæki hennar þar ytra, Grupeixe, kynnti framleiðsluvörur sínar á vettvangi.

Gestir kunnu vel að meta íslenska saltfiskinn enda í hávegum hafður og til að mynda víða á borðum þegar fólk gerir sér dagamun á stórhátíðum og við sérstök tækifæri.

Þorskfiskahátíðin stóð yfir í fjóra daga. Borgaryfirvöld settu hana á laggir til að gefa góðgerðasamtökum og öðrum óhagnaðardrifnum félögum færi á að kynna sig og starfsemi sína og safna um leið fjármunum til góðra málefna. Hver samtök fá svo einhver fyrirtæki í lið með sér til að gefa gestum fisk að borða.

Vinnslustöðin & Grupeixe tóku að sér að bera saltfisk á borð í tveimur sýningarbásum. Um sex hundruð manns þáðu þar saltfiskrétti á hverjum degi. Margir létu fögur orð falla um veitingarnar og þjónustuna að máltíð lokinni. Kynningin heppnaðist því eins og best verður á kosið.

Þetta kemur fram á vef VSV.

600 manns á dag borðuðu gæða saltfisk á hverjum degi.
Vinnslustöðin var eini íslenski styrktaraðili verkefnisins.
á þriðja hundrað þúsund gesta hafi á dögunum sótt sérstaka hátíð kennda við þorsk í borginni Ilhavo í Portúgal.
Ekki skemmir veðrið fyrir -horft yfir hátíðarsvæðið.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.