Á íbúafundi með oddvitum í Suðurkjördæmis í Höllinni um daginn kom fram að öll framboðin ætla að standa með Eyjafólki. Öll vilja tryggar samgöngur milli lands og Eyja auk þess sem leysa þarf lagnamálin, bæði hvað varðar vatn og rafmagn. Ályktun fundarins var skýr og skilaboðin frá Eyjamönnum mikilvæg.
Nokkuð samþykki var milli framboða á fundinum í flestum málum sem að Vestmannaeyjum snúa. En hvað greinir að? Af hverju á Vinstrihreyfingin grænt framboð sterkt erindi að mínu mati?
Fyrst og fremst vegna áherslu á félagslegt réttlæti þar sem öll hafa rétt á að lifa góðu lífi burtséð frá hvar þú fæðist og hverjar aðstæður þínar eru, auk þess sem þau sem geta greiða meira til samfélagsins og samneyslunnar.
Hin aðal ástæðan er áhersla VG á kvenfrelsi. Ég er femínisti og á þeirri leið sem heimurinn virðist vera á er full ástæða til að hrópa hátt og gleyma ekki að réttindi sem hafa áunnist er hægt að tapa. Konur hafa nefnilega þurft að hafa mikið fyrir því að komast til áhrifa og að á þeim sé mark tekið.
Í þessum áherslum hjá VG, félagslegu réttlæti og kvenfrelsi, felst svo margt. Eitt það mikilvægasta er að allar ákvarðanir sem teknar eru í stjórnkerfinu eiga að taka mið af þessu tvennu. Þannig á menntun og heilsugæsla að vera aðgengileg öllum, sama hvar þú býrð, hver þú ert og hvort þú átt fullt af pening eða ekki. Liður í þessu er að hafna frekari einkavæðingu þessara kerfa. Það á að styrkja bæði opinbera heilbrigðiskerfið og opinbera menntakerfið og við höfnum því að einkarekstraraðilar í þessari mikilvægu grunnþjónustu geti tekið sér arð af skattpeningum almennings á kostnað heilsu okkar og menntunar.
Ég kýs með kvenfrelsi. Ég kýs með réttlæti. Ég kýs tækifæri fyrir öll að blómstra og lifa góðu og heilbrigðu lífi.
Ef þú vilt vita meira: https://x24.vg.is/kosningaaherslur-vg/
Helga Tryggvadóttir, náms- og starfsráðgjafi, 4. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.