Samið um vinnslubúnað í sláturhús
LAXEY Og Baader IMG 1440
Ljósmynd/aðsend

Laxey og Baader á Íslandi hafa gert með sér samning um afhendingu á vinnslubúnaði fyrir væntanlegt sláturhús Laxeyjar fyrir landeldislax.

Fram kemur í tilkynningu að Baader, sem er alþjóðlegt fyrirtæki í þróun og framleiðslu á tækjabúnaði fyrir laxavinnslu, sé þekkt fyrir lausnir sem hannaðar eru með gæði framleiðslu og dýravelferð í huga. Þessi nálgun gerir Baader að góðum samstarfsaðila fyrir Laxey, sem leggur áherslu á ábyrgðarfulla matvælaframleiðslu og uppfyllir um leið kröfur viðskiptavina um allan heim.

Samningurinn markar tímamót fyrir bæði félög, sem sjá fram á að styrkja stöðu sína á ört vaxandi markaði landeldis á Íslandi. Fyrir Laxey er samstarfið mikilvægt í að tryggja búnað og framleiðslutækni, sem mun styðja við áætlanir þess um hágæða afurðir fyrir alþjóðlegan markað.

Í fararbroddi þegar kemur að tæknilausnum fyrir sjávarútveg

„Við erum spennt fyrir þessu samstarfi við Baader, sem er í fararbroddi þegar kemur að tæknilausnum fyrir sjávarútveg. Þessi samningur getur lagt grunninn að árangursríku samstarfi og við væntum þess að þetta verði upphafið að farsælu sambandi sem mun stuðla að því að efla íslenskan landeldisiðnað“ segir Kristmann Kristmannsson, verkefnisstjóri vinnslu og innkaupa.

Karl Ásgeirsson, sölustjóri Baader á Íslandi, bætir við: „Við erum stolt af því að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni með Laxey. Okkar búnaður mun tryggja að þeir geti staðið undir þeim ströngu kröfum sem gerðar eru til gæða í framleiðslu á alþjóðlegum markaði.“

Á myndinni sjást Kristmann Kristmannsson, verkefnisstjóri vinnslu og innkaupa hjá Laxey, og Daði Pálsson, framkvæmdastjóri Laxey, innsigla samninginn með Karli Ásgeirssyni, sölustjóra Baader á Íslandi.

Nýjustu fréttir

Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.