Ófært er til Landeyjahafnar vegna aðstæðna í höfninni, því falla niður ferðir kl. 17:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 18:00 frá Landeyjahöfn. Farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að færa bókun sína eða fá endurgreitt, segir í tilkynningu frá skipafélaginu.
„Hvað varðar siglingar fyrir sunnudaginn 3.ágúst þá siglir Herjólfur frá Vestmannaeyjum kl. 05.30, annaðhvort til Landeyjahafnar eða Þorlákshafnar. Ákvörðun verður tekin þegar nýjasta spá liggur fyrir á þeim tíma og verður tilkynning gefin út fyrir kl. 05:00 í fyrramálið. Aðrar ferðir þann morgun gætu því fallið niður. Ef siglt yrði til Þorlákshafnar yrði brottför þaðan kl. 09:30.
Við viljum einnig benda á að aðfaranótt sunnudags og mánudag er gott útlit fyrir siglingar til Landeyjahafnar.”
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst