Siggi Braga í tveggja leikja bann
Vilmar Þór Bjarnason og Sigurður Bragason

Sigurður Bragason þjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍBV var á fundi aganefndar HSÍ í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann vegna grófrar óíþróttamannslegrar hegðunar í leik Fram U og ÍBV U í meistaraflokki kvenna þann 2.2.2020.

Úrskurður aganefndar:

Sigurður Bragason starfsmaður ÍBV U hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar óíþróttamannslegrar hegðunar í leik Fram U og ÍBV U í mfl. kv. þann 2.2.2020. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a). Með tilvísun í 1. mgr. 3. gr. sömu reglugerðar var máli þessu frestað um sólarhring og félaginu gefið færi á því að koma á framfæri athugasemdum. Greinargerð hefur borist
frá ÍBV vegna málsins þar sem komið var á framfæri athugasemdum og afsökunarbeiðni við dómara leiksins, vegna framgöngu þjálfarans. Með vísan til orða þjálfarans og háttsemi hans, sem beindist að báðum dómurum leiksins, ber að úrskurða hann í leikbann vegna brots sem að mati nefndarinnar er réttilega heimfært undir reglu 8:10 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að þjálfarinn er úrskurðaður í tveggja leikja bann. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar.
Úrskurðurinn tekur gildi á hádegi fimmtudaginn 6. febrúar 2020.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.