Siglt eftir sjávarföllum næstu daga
herjolfur-1-1068x712
Herjólfur.

Næstu daga stefnir Herjólfur á að sigla eftir sjávarföllum til Landeyjahafnar skv. neðangreindri siglingaáætlun. Miðað við ölduspá stefnir Álfsnes á að hefja dýpkun nk. sunnudag.

Næstu daga er sjávarstaða hagstæð í kringum ferðir kl. 07:00/08:15 og kl. 17:00/18:00, hvetjum við því farþega til þess að bóka í þær ferðir, Þær ferðir sem færast sjálfkrafa á milli hafna ef sigla þarf til Þorlákshafnar eru frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 17:00 og frá Landeyjahöfn kl. 08:15 og 20:15.

Fimmtudagur 26.október
Herjólfur siglir til Þorlákshafnar fyrri ferð dagsins þar sem ófært er til Landeyjahafnar vegna ónægs dýpis í Landeyjahöfn.

Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00
Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45.

Farþegar sem áttu bókað kl. 08:15 færast sjálfkrafa kl. 10:45 frá Þorlákshöfn.Þeir farþegar sem áttu bókað á öðrum tímasetningum eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu okkar til þess að færa bókun sína.

Hvað varðar siglingar seinnipartinn í dag, þá verður gefin út tilkynning kl. 13:00 í dag.

Föstudagur 27.október
Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 14:30, 17:00, 19:00
Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 15:45, 18:00, 20:15

Við viljum góðfúslega benda farþegum okkar sem ætla sér að ferðast þennan dag að veður og ölduspá eru ekki hagstæð í þeim aðstæðum sem nú eru uppi í Landeyjarhöfn.

Laugardagur 28.október
Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 17:00, 19:00
Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 18:00, 20:15

Sunnudagur 29.október
Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 14:30, 17:00, 19:00
Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 15:45, 18:00, 20:15

Ath. Herjólfur kemur til með að bíða eftir farþegum Strætó við ferð kl. 20.15.

Nýjustu fréttir

Loðnuráðgjöf hækkuð í 197 þúsund tonn
Önnur sýning á lifandi kvikmyndum í Sagnheimum
Eyjafréttir í nýjum búningi á nýju ári
ÍBV tekur á móti Fram í kvöld
Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.