Næstu daga stefnir Herjólfur á að sigla eftir sjávarföllum til Landeyjahafnar skv. neðangreindri siglingaáætlun. Miðað við ölduspá stefnir Álfsnes á að hefja dýpkun nk. sunnudag.
Næstu daga er sjávarstaða hagstæð í kringum ferðir kl. 07:00/08:15 og kl. 17:00/18:00, hvetjum við því farþega til þess að bóka í þær ferðir, Þær ferðir sem færast sjálfkrafa á milli hafna ef sigla þarf til Þorlákshafnar eru frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 17:00 og frá Landeyjahöfn kl. 08:15 og 20:15.
Fimmtudagur 26.október
Herjólfur siglir til Þorlákshafnar fyrri ferð dagsins þar sem ófært er til Landeyjahafnar vegna ónægs dýpis í Landeyjahöfn.
Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00
Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45.
Farþegar sem áttu bókað kl. 08:15 færast sjálfkrafa kl. 10:45 frá Þorlákshöfn.Þeir farþegar sem áttu bókað á öðrum tímasetningum eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu okkar til þess að færa bókun sína.
Hvað varðar siglingar seinnipartinn í dag, þá verður gefin út tilkynning kl. 13:00 í dag.
Föstudagur 27.október
Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 14:30, 17:00, 19:00
Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 15:45, 18:00, 20:15
Við viljum góðfúslega benda farþegum okkar sem ætla sér að ferðast þennan dag að veður og ölduspá eru ekki hagstæð í þeim aðstæðum sem nú eru uppi í Landeyjarhöfn.
Laugardagur 28.október
Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 17:00, 19:00
Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 18:00, 20:15
Sunnudagur 29.október
Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 14:30, 17:00, 19:00
Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 15:45, 18:00, 20:15
Ath. Herjólfur kemur til með að bíða eftir farþegum Strætó við ferð kl. 20.15.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst