Sigríður Inga: TM- og Orkumótið
12. ágúst, 2025
Sigríður Inga Kristmannsdóttir. Mynd Óskar Pétur.

Mótin okkar eru sett upp alveg eins nema að á TM-mótinu erum við með hæfileikakeppni og á Orkumótinu er tilkomumikil skrúðganga. Að öðru leyti erum við að keyra á sama prógramminu. Sömu skemmtikraftar og sama umgjörð,“ segir Sigríður Inga Kristmannsdóttir, íþróttafulltrúi ÍBV sem hefur haft yfirumsjón með knattspyrnumótum ÍBV – Íþróttafélags og akademíum frá 2017. Kom fyrst að mótunum árið 2016. „Þegar ég var ráðin 2017 var það gert til að samræma mótin. Sama leikjafyrirkomulag var á báðum mótunum en við fórum í að samræma alla dagskrá og fyrirkomulag. Þannig hefur það verið síðustu fjögur til fimm ár. Sömu skemmtikraftar og sömu tímasetningar. Það gerir líka allt auðveldara þegar haldin eru mót með svo stuttu millibili. Vera með þetta alveg eins svo maður ruglist ekki,“ segir Sigríður Inga og hlær. Viðurkennir líka að hún hafi ruglast á tímasetningu. „Ég ruglaðist á mótum en það reddaðist.“ Í sumar voru 112 lið á TM mótinu og 108 á Orkumótinu. „Það eru níu til tíu í hverju liði þannig að þetta eru á milli 1100 og 1200 þátttakendur með þjálfurum. Misjafnt milli móta hvað margir fylgja hverju barni og mun fleiri fylgja strákunum. Örugglega vegna þess að þeir eru yngri og fólk er frekar komið í sumarfrí þegar Orkumótið er haldið í lok júní,“ segir Sig-ríður Inga og bendir á að TM mótið er fyrir fimmta flokk stúlkna, 11 og 12 ára en Orkumótið fyrir sjötta f lokk drengja sem eru 9 og 10 ára.

Foreldrar til fyrirmyndar

„Þær eru eldri, sjálfstæðari og þroskaðri en foreldrum sem koma með krökkunum hefur fjölgað alveg ótrúlega mikið. Líka koma afar og ömmur. Þetta er mikið mál því hjá fjöl-skyldum með fleiri en eitt barn á þessum aldri eru nokkur mót vítt og breytt um landið á hverju sumri.“ Langflestir foreldrar eru jákvæðir, ánægðir og til fyrirmyndar en Sigríður Inga kannast við sumir þeirra fari fram úr sér í leikjum. „Ég heyri það ekki sjálf en fólk er að tala um dónalega foreldra. Ég er ekki mikið á úti á velli. Rölti á milli valla en hef ekki heyrt neitt ósæmilegt. Ef það gerðist myndi ég strax skipta mér af. Á Orkumótinu sérðu meiri pabbastemningu, – peyinn minn á að upplifa minn draum. Vera bestur. Það er öðruvísi stemning finnst mér en foreldrar eru almennt til fyrirmyndar. Ekkert út á þá að setja og gaman að fólk fylgi börnunum sínum. Við og bæjarfélagið græðum á að fá sem flesta í bæinn

Breyttir tímar – Breytt mót

Mótin hafa breyst, viðburðum á vegum félagsins fækkað, betri samgöngur og þátttaka for-eldra er meiri. „Samfélagið hefur breyst rosalega mikið og allt aðrar kröfur í dag. Mikið var um að vera fyrir fullorðna fólkið sem var svo bannað í kófinu. Við fundum að þetta var ekki nauðsynlegt. Það er næg afþreying í bænum og við þurfum ekki að vera með dagskrá fyrir fullorðna fólkið. Við ákváðum að einbeita okkur frekar að börnunum. Tókum líka út alla fararstjórafundi, skipulagið okkar er það gott að þeir eru ekki nauðsynlegir. Ef fólk vill ræða eitthvað er því velkomið að koma og ræða við okkur eða senda tölvupóst. Þurfi ég að koma einhverju á framfæri er best að senda tölvupóst. Við erum líka á Facebook og með heima-síðu. Þetta rúllar alveg og er miklu þægilegra fyrir alla.“ Sérstaða mótanna í Vestmannaeyjum er að upplifunin er miklu meiri, að koma hingað með ferju, gista í skóla með vinkonum og vinum. Er eins og að fara erlendis að keppa en ekki að keyra úr Garðabænum í Fossvoginn. Þetta er eins og heimsmeistaramót. „Þar búum við að óskaplega góðum grunni, hópi fólks sem setti þetta á laggirnar og kannski kvíðavaldur að bregðast því ekki. Viljum hafa allt á hreinu þegar þau koma á svæðið. Það gera þau alltaf til að athuga hvort ekki sé allt í lagi. Viljum gera þau stolt og ég held að okkur takist það,“ segir Sigríður Inga að lokum.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 7 Tbl 2025
7. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.