�?g hef verið á glutenlausu fæði í um 4 ár vegna óþols. Í fyrstu virtist þetta vera heimsins stærsta vanda-
mál en í dag finn ég varla fyrir þessu. Oft þarf mjög litlu að breyta til þess að maturinn verði glutenlaus. �?g elska pasta og pizzur og því ætla ég að deila með ykkur uppá-
halds glutenlausa lasagnainu mínu.
Hráefni:
– 500 gr. nautahakk.
– Kjötsósa.
– 9 plötur af Semper Gluten-free lasagna plötum.
– Stór dós kotasæla.
– 1/4 piparostur.
– 1/3 dós af sveppasmurosti.
– 1/2 dós konfekttómatar.
– 1/2 poki rifinn ostur.
– Smá fetaostur.
– Um 30 gr. Parmigiano.
Reggiano ostur.
Fersk basilíka.
�?g byrja á að steikja hakkið og búa til kjötsósu. �?g nota yfirleitt Bolognese sósuna frá Dolmio, en einnig eru til margar góðar frá Hunts til dæmis. Læt þetta malla á pönnunni og smakka til með salti og pipar.
Sjóða þarf lasagna plöturnar í 5-6 mínútur og á meðan bý ég til hvítu sósuna. Mér finnst geggjað að blanda saman kotasælu, piparosti og smurosti, setja allt saman í blandara þangað til sósan hefur mjúka áferð, laus við alla kekki.
�?ví næst finn ég til eldfast mót og set smá kjötsósu í botninn, svo lasagna plötur, kotasælusósuna, aftur kjötsósu og svo koll af kolli þangað til lasagnað hefur náð þremur hæðum.
Til að toppa lasagnað sker ég niður konfekttómata í sneiðar og dreifi þeim ofan á. Reggiano ostinn (rifinn) set ég ofan á það, því næst nokkra fetaostsbita og að lokum rifinn ost. �?etta er sett inn í ofn í um 30 mínútur.
�?að er mjög gott að skera basilíku smátt og dreifa yfir lasagnað þegar það kemur út úr ofninum.
Fyrirtaks meðlæti með þessu er ferskt Romaine salat með niðurskornum tómat og gúrku.
�?g ætla að skora á Betsý frænku sem næsta matgæðing vikunnar því hún kann að gera allskonar gúmmelaði.