Sjómannadagsblað Eyjafrétta komið út

Blað Eyjafrétta sem kemur út í dag er eðlilega helgað sjómannadeginum sem er þessa helgi. En þar er líka að finna annað efni eins og skólaslit Framhaldsskólans í máli og myndum og handboltann. Af öðru efni má nefna strákana á Dala Rafni sem fækkuðu fötum til styrktar góðu málefni, Hafsteinn Guðnason skipstjóri segir sögur úr gosinu og hún Karítas stýrimaður er ánægð á Herjólfi. Minningar Jóns á Stöðinni frá æskuárunum í Eyjum eru aldarspegill en þar segir hann frá kaflamyndum í bíó og þegar fínu fötin urðu lifrinni að bráð.

Sjómannskonur segja frá sinni reynslu og Sindri Ólafsson segir sögu afa síns, Einars á Kap sem er mjög áhugaverð. Rifjaðir eru upp skipstapar fyrir 50, 60 og 70 árum þar sem m.a. kemur fram að 17 skip og bátar fórust við Ísland árið 1973, þar af 3 frá Vestmannaeyjum. Bæjarútgerð í Vestmannaeyjum var tilraun sem ekki gekk upp. Forsíðuna á Hörður Sigurgeirsson, sem hér rak ljósmyndastofu á síðustu öld. Fleiri myndir eftir hann eru í blaðinu tengdar sjómannadeginum.

Nýjustu fréttir

Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Aukum loðnuveiðar
Eyjagöng gera samninga um jarðfræðirannsóknir
Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.