Sjómenn og SFS semja
6. febrúar, 2024
Heidrun_Valmundur_ads
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS og Valmundur Valmundsson formaður SSÍ handsala hér samninginn.

Skrifað var undir nýjan kjarasamning á milli Sjómannasambands Íslands (SSÍ) og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) í dag.

Binditími samningsins er styttur úr 10 árum í 5 ár, en hægt verður að segja upp samningi með kosningu eftir 5 ár. Uppsagnarfrestur hans er 12 mánuðir. Ef samningi er ekki sagt upp eftir 5 ár er næst hægt að segja upp eftir 7 ár. Þá er uppsagnarfrestur 6 mánuðir.

Ef samningi er ekki sagt upp gildir hann í 10 ár. Að sögn Kolbeins Agnarssonar formanns Jötuns – sjómannafélags, er þetta mikilvæg breyting frá fyrri samningi sem var bundinn í 10 ár.

Þá hefur grein 1.39 verið lagfærð. Tekið er út að samningsbundinn gerðardómur leysi úr ágreiningi sem komið getur upp milli aðila vegna ákvæðisins. Í staðinn skipa samningsaðilar hlutlausa nefnd sem hefur það hlutverk. Greinin hefur verið í kjarasamningi sjómanna frá árinu 2004, en hingað til hefur vantað ferli til að leysa úr ágreiningi.

Ísun ekki á hendi skipverja

Ísun yfir kör sem fara í gáma til sölu erlendis verður ekki á hendi skipverja nema í neyðartilvikum, samkvæmt nýjum samningi. Sé afli settur í gáma til sölu erlendis skal
útgerðarmaður semja við löndunargengi á staðnum um að ísa yfir körin sem fara í gámana, eigi skipverjar frí við löndun skv. kjarasamningi.

Í neyðartilvikum, ef löndunargengi getur ekki tekið verkið að sér, geta útgerð og skipverjar samið um að skipverjarnir ísi yfir körin sem fara í gámana gegn greiðslu m.v. yfirvinnutaxta skv. kaupskrá. Þetta atriði um yfirísun er viðbót frá fyrri samningi.

Hækkun kauptryggingar og kaupliða

Kauptrygging og kaupliðir hækka í samræmi við laun á almennum vinnumarkaði frá því að síðasti samningur rann út, 1. desember 2019.

Þá er deilitalan í kauptrygginguna lækkuð úr 173,3 í 156,0 til að finna tímakaup – sem þýðir að vinnuskylda sjómanna er færð úr 40 klst. á viku í 36 klst. á viku þegar þeir sinna vinnu í landi á móti kauptryggingu.

Auk þess er í samningnum samið um að kauptrygging og aðrir kaupliðir hjá sjómönnum taki sömu hækkunum og laun landverkafólks á samningstímanum.

Eingreiðsla við undirritun samnings

Að sögn Kolbeins fá félagsmenn 400.000 kr. eingreiðslu frá útgerðarfélögum verði samningur samþykktur. Þetta er viðbót frá fyrri samningi og bein kjarabót fyrir sjómenn.

Ýmis önnur ákvæði

Þá má nefna að framlag í lífeyrissjóð hækkar úr 12% í 15,5%. Þá nefnir Kolbeinn að í nýju samningunum verði aukið gagnsæi í uppgjöri til sjómanna.

Einnig verða stærðarmörk skipa færð úr brúttórúmlesta viðmiði yfir í skráningarlengd í metrum. Samhliða þessu er flokkum í skiptatöflum fyrir hverja veiðigrein fækkað og samningarnir þar með einfaldaðir.

Þá skal útgerð greiða fastráðnum skipverjum, og skipverjum sem ráðnir eru í reglulegar afleysingar, desemberuppbót ár hvert, fyrst þann 15. desember 2028. Full uppbót miðast við 160 lögskráningardaga eða fleiri. Ef lögskráningardagar eru færri skerðast greiðslur
hlutfallslega.

Nýi samn­ing­ur­inn verður kynnt­ur fé­lags­mönn­um á næst­unni, en ra­f­ræn at­kvæðagreiðsla um hann hefst á há­degi 12. fe­brú­ar og lýk­ur föstu­dag­inn 16. fe­brú­ar klukk­an 15:00.

Kolbeinn_IMG_3086-001
Kolbeinn Agnarsson, formaður Jötuns.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.