Það er ekki lítið búið að rífast um sjómannaafsláttinn undanfarið og hef ég ekki verið að skrifa um þessa umræðu hér. Ég hef ekki gefið mér tíma í slíka ritvinnslu en það er betra að sleppa því að skrifa heldur en að skrifa einhvern léleg pistil. Sitt sýnist hverjum um þennan svokallaða ,,afslátt” en þeir sem tala hvað hæðst á móti honum hafa ekki komið mikið nálægt sjávarútvegi enda er einungis 5-10 % af þjóðinni sem vinnur í greininni.