Sanddæluskipið Skandia hefur legið við bryggju síðan skipið kom til Eyja seint á fimmtudagskvöldið í síðustu viku. Við komuna til Eyja kom upp vélarbilun í aðalvél skipsins en nú er búið að laga bilunina. Auk viðgerðarinnar, þurfti að ditta að ýmsu um borð en nú er því verki að ljúka og ef aðstæður eru nægilega góðar í Landeyjahöfn, er stefnt á að prófa að dæla upp sandi síðdegis í dag.