Það er óhætt að segja að það skiptist á skin og skúrir í Egils Gull mótinu í golfi sem haldið er í Eyjum um helgina. Í gær rigndi svo mikið að aflýsa varð öðrum hring mótsins en í dag er algjör bongó blíða í Eyjum, sól og hitastigið fer ört hækkandi. Mótið er annað mótið í Eimskipsmótaröðinni, Íslandsmóti kylfinga.