Sleggjuleið forsætisráðherra til að lækka verðbólguna
Forsvarsmenn Herjólfs hafa ákveðið að hætta að hlaða skipið í Vestmannaeyjum.

Yfir 300 prósenta hækkun og afleit staða fyrir alla aðila

„Þetta er sennilega sleggjuleið forsætisráðherra til að lækka verðbólguna. Sennilega munu fiskimjölsverksmiðjurnar ekki nota rafmagn sem fer um þennan streng og ég á von á að frystihúsin hætti að nota rafmagn frá þessari línu,“ segir Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta með meiru á Fésbókarsíðu í dag. Tilefnið er mikil hækkun á rafmagni í Vestmannaeyjum.

„Við íbúar munum þá greiða þessa rafstrengi á næstu áratugum. Ég vil minna á að það var Svandís Svavarsdóttir sem tók af okkur ótryggt rafmagn á sínum tíma sem notað var til að kinda upp húsin okkar.

Við urðum því að nota innflutta olíu til að kynda húsin okkar. Allt þetta fólk sem fer með völdin í landinu og er til vinstri, kallar á að við þurfum að vera með hreina orku og vill orkuskipti á allt, er sama fólkið sem gerir allt sem það getur til að við hér í Eyjum notum innfluttan orkugjafa frá útlöndum, mengandi og í öfugum orkuskiptum. Þetta sama vinstra lið er að skattleggja okkur til fátæktar og hrósar sér í hástert fyrir hvað allt gangi vel,“ segir Óskar Pétur og hækkunin er ekki lítil eins og kemur fram í Morgunblaði helgarinnar.

 „Þetta er yfir 300 prósenta hækkun og afleit staða fyrir alla aðila,“ segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Forsvarsmenn Herjólfs hafa ákveðið að hætta að hlaða skipið í Vestmannaeyjum eftir að gjaldskrá fyrir flutning raforku til Eyja var hækkuð verulega um áramót segir í Morgunblaðinu.

Þar lýsir Íris þessari hækkun Landsnets, sem er tilkomin vegna tveggja nýrra rafstrengja til Eyja, sem „öfugum hvötum“ í ljósi þess að Herjólfur sé flaggskip orkuskiptanna á sjó. Betur hefði mátt standa að þessum breytingum. Fulltrúar Vestmannaeyjabæjar hafa verið í sambandi við ráðherra málaflokksins og forstjóra Landsnets vegna þessa.

Nýjustu fréttir

Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.