Bókasafn Vestmannaeyja hefur ekki lokað heldur lánar enn þá út bækur, snertilaust að sjálfsögðu. “Bækur eru hinn besti félagsskapur og hægt er að panta bækur í gegnum síma (488-2040) eða messenger og við reddum málunum,” segir á facebook síður safnsins.
Þær bækur sem skilað er fara í “sóttkví” í 4 daga áður en þær fara aftur í útlán, sprittaðar og fínar. Allar bækur eru sprittaðar áður en þær fara hér úr húsi, starfsfólk er nánast marinerað í spíra og snertifletir sótthreinsaðir reglulega.
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á facebook síðu safnsins um útlán og titla í boði. Þar má einnig finna skemmtileg myndbönd sem starfsfólk safnsins hefur verið að útbúa í einmanaleika sínum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst