Snjallmælavæðing HS veitna

Nú stendur yfir snjallmælavæðing hjá HS veitum, í því felst að verið er að skipta um alla orkumæla á heimilum í Vestmannaeyjum og er sú vinna langt komin.

Ívar Atlason hjá HS veitum segir að búið sé að skipta um alla heitavatns- og kaldavatnsmæla og vinna við rafmangsmæla standi yfir nú. Vonir standa til að öll heimili í Vestmannaeyjum verði komin með nýju mælana fyrir árslok.

Ávinningurinn af mælunum er helst sá að þegar þeir eru full uppsettir, mun notandinn alltaf greiða fyrir raunnotkun hverju sinni, reikningur í lok mánaðar verður þá allta fyrir raunnotkun þess mánaðar. Álestur frá starfsmanni og áætlun í notkun munu þá heyra sögunni til, enda eins og margir kannast við hefur það fyrirkomulag auðsjáanlegt óhagræði þegar áætlun reynist langt frá raunnotkun vegna breytinga í fjölskyldustærð eða við tilkomu nýs rafmangstækis á heimilið.

Ívar segir að mælarnir komi til með að senda álesturinn á svokallaðar safnstöðvar, og virkar þetta í um 96% tilfella enn sem komið er. En enn sé verið að slípa kerfið til og laga síðustu hnökrana.

 

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.