Snjalltæki
9. nóvember, 2023
snjallsimar_netid
Greinarhöfundur óttast að samfélagsmiðlar muni fara verr með þá kynslóð sem nú vex úr grasi, en fíkniefni fóru með hans kynslóð.

Ég fagna þeirri umræðu um snjallsíma og samfélagsmiðla sem nú tröllríður samfélaginu. Mér finnst hún bæði nauðsynleg og athyglisverð, sérstaklega sú sem snýr að börnum, unglingum og skólastarfi. Það mætti líka ræða áhrif þessa búnaðar á atvinnulífið.

Við hjónin eigum og rekum veitingastað. Í veitingarekstri er mikilvægt að þeir sem þjónusta gesti séu vel tengdir og með fulla athygli á verkinu. Á ákveðnum tímapunkti fannst okkur starfsfólkið vera farið að tapa athyglinni og tengdum það við notkun snjalltækja. Þetta bitnaði á rekstrinum, við ákváðum að funda með starfsfólkinu og fara yfir málið.

Ég er sextugur. Á fundinum bað ég starfsfólkið sem er nánast allt meira en 30 árum yngra en ég, að fara með mér aftur í tímann. Ég bað þau að ímynda sér ef ég hefði mætt til vinnu fyrir 30 árum með sjónvarp, útvarp, hljómflutningstæki, hrúgu af hljómplötum, kvikmyndatökuvél, myndavél, videotæki, 500 videóspólur, öll mín myndalbúm, öll dagblöðin og fullt af öðrum hlutum til vinnu. Sennilega meira en heilt bretti af dóti. Og að auki hefðu svo sveittir fulltrúar frá póstinum birst reglulega til mín vinnuna með skilaboð, myndir eða myndbönd frá vinum og ættingjum og tekið við og flutt til baka svörin frá mér. Þetta hefði örugglega truflað mig í starfi og alls  ekki verið samþykkt af atvinnurekendum á þeim tíma. Ég hefði örugglega verið rekinn! En í dag mæta starfsmenn með allan þennan búnað í brjóstvasanum í vinnuna, líka fulltrúann frá póstinum og þykir bara sjálfsagt!

Starfsmennirnir okkar sýndu athugasemdunum skilning og samþykktu mikla takmörkun á notkun snjalltækja í vinnunni. Starfsemin fór strax á betri stað.

Mér finnst með miklum ólíkindum að skólayfirvöld geti samþykki þetta. Á mínum námsárum var meira að segja bannað að vera með tyggjó í skólanum!

Foreldrar ættu að standa fremstir gegn þessu, stór hluti þeirra þekkjandi á sjálfu sér hversu auðvelt er að gleyma sér í notkun þessa búnaðar.

Þessi tæki búa yfir stórkostlegri tækni, sem eðlilega og ósjálfrátt rænir athygli notenda. Það bitnar oft á tíðum á einbeitingu í námi og starfi. Það er staðreynd. Og því alls ekki óeðlilegt að atvinnulífið og skólayfirvöld taki sig til og takmarki notkun þessarar tækni við vinnu og í námi.

Í því fælist hreinlega mikilvæg hjálp til margra einstaklinga sem eru alvarlega háðir þessum búnaði.

Ég óttast það að samfélagsmiðlar muni fara verr með þá kynslóð sem nú vex úr grasi, en fíkniefni fóru með mína!

 

Páll Scheving Ingvarsson

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst