Það vakti verðskuldaða athygli hversu þrifalegur Herjólfsdalur var á Þjóðhátíðinni og eftir hana. Mikið rusl féll til á nóttunni en þegar fjölskyldur mættu á barnadagskránna um daginn var Dalurinn hreinn og fínn. Það kom í hlut foreldra og iðkenda í 3. flokki í knattspyrnu hjá ÍBV næsta sumar að þrífa Dalinn og gekk það afar vel þrátt fyrir mannfjöldann og ruslið sem því fylgdi. Öllum dósum og flöskum sem til féll um helgina var safnað saman og upp úr krafsinu fengust 1,7 milljón króna.