Sólarhringspúl til styrktar PÍETA

„Í tilefni af forvarnarmánuði PÍETA samtakanna, september,  ætla ég að reyna að gera góðverk til stuðnings samtökunum á Íslandi og æfa í 24 tíma á þremur tækjum frá Concept2, róðrarvél, hjóli og skíðavél. Ég byrjaði klukkan sjö í morgun, níunda september og klára á morgun, laugardag þann tíunda klukkan sjö,“ segir Gísli Hjartarson, crossfitari með meiru.

Hann skiptir hringnum í þrennt, hjólar 4000 metra, tekur 2000 metra róður og 1000 metra á skíðavél. „Það er öllum velkomið að taka þátt hvar sem er í heiminum og leggja málefninu lið – ég skora á ykkur að taka einn eða fleiri hringi og njóta og sýna þannig stuðning í verki.

Ég vil hvetja þá sem hafa áhuga á að styrkja samtökin að leggja inn á reikning Píeta samtakanna: banki: 0301-26 – 041041 – kennitala: 410416-0690. Munið að margt smátt gerir eitt stórt,“ sagði Gísli nú er á fullu í Crossfit Eyjar við Heiðarveg, Eyrúnu.

 

Nýjustu fréttir

Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.