Veður var með besta móti í Vestmannaeyjum í gær, sól og blíða. Dagskráin byrjaði á barnaskemmtuninni þar sem Skoppa og Skrítla og Páll Óskar skemmtu krökkunum. Söngvakeppni barna hófst einnig í gær og heldur áfram í dag.
Kvöldið var ekki að verri endanum og veðrið í brekkunni var gott og milt. Brekkan var stór í gær og talsverður fjöldi sem bættist við frá því á föstudaginn. Kvöldið hófst á Birgir Stefánssyni, næst tók við Jón Jónsson, þá Páll Óskar, FM95BLÖ og Írafár. Kvöldið var svo toppað með glæsislegri flugeldasýningu.
Óskar Pétur Friðriksson tók myndirnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst