Stefna á siglingu í Landeyjahöfn
landeyjah_her_nyr
Herjólfur siglir inn Landeyjahöfn. Eyjafréttir/Eyjar.net: Tryggvi Már

Herjólfur stefnir á að sigla eina ferð til Landeyjahafnar í kvöld. Samkvæmt tilkynningu félagsins verður brottför frá Vestmannaeyjum kl. 18:00, en um er að ræða breytta brottförartíma frá því sem áður var áætlað kl. 16:00. Brottför frá Landeyjahöfn verður kl. 19:45.

Dýpi var mælt fyrr í dag og samkvæmt niðurstöðum hafa aðstæður ekki versnað frá síðustu mælingu. Í ljósi þess er talið mögulegt að sigla til Landeyjahafnar eftir sjávarföllum við kjöraðstæður. Dýpkunarskipið Álfsnes er jafnframt á leið til Landeyjahafnar þar sem stefnt er að því að hefja dýpkun um leið og skipið er komið á staðinn.

Herjólfur stefnir einnig á siglingu í fyrramálið á sömu tímum, með brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og brottför kl. 10:45 frá annaðhvort Þorlákshöfn eða Landeyjahöfn. Endanleg ákvörðun um höfn verður kynnt í sérstakri tilkynningu kl. 06:00 í fyrramálið. Frekari upplýsingar um framhald siglinga verða gefnar út eftir hádegi á morgun.

Nýjustu fréttir

„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.