„Hugmyndin kviknaði fyrir einu eða tveimur árum þegar við fórum að huga að því að yngja upp og endurnýja flotann okkar. Töldum of dýrt að fara í nýsmíði og hófum leit að notuðu skipi sem gæti hentað okkar útgerð. Það var svo í fyrravor sem við fengum tækifæri á að skoða þetta skip, Pathway frá Peterhead í Skotlandi sem var smíðað 2017 og notað á við þriggja til fjögurra ára notkun miðað við okkar útgerð,“ segir Eyþór Harðarson útgerðarstjóri Ísfélagsins um aðdraganda þess að félagið keypti nýtt skip, Heimaey VE 1 í stað eldri Heimaeyjar í upphafi sumars. „Heimaey fyrri er mikið happafley en það var kominn tími til að taka stökkið fram á við. Pathway er 8 árum yngra skip, nýrri hönnun og mun stærri og öflugri til að gera betur og er skref fram á við frá gömlu Heimaey sem var afhent í Síle árið 2012. Eldri Heimaey með 2000 m3 tankapláss á meðan þetta skip er með burðargetu uppá 2500 m3. “ Eftir að hafa skoðað skipið fyrir rúmu ári síðan var gerður samningur um kaup og afhendingu í maí 2025. „Þetta er hluti af endurnýjun á flotanum, að selja eldri skip, kaupa ný og öflugri og við teljum okkur vera með mjög gott skip í höndunum,“ segir Eyþór og tók sem dæmi af keyrslu á Sólbergi ÓF, frystitogara í eigu Ísfélagins og nýrri Heimaey sem eru jafngömul. „Frystitogarinn er ca 330 daga á ári á sjó sem gera tæplega 8000 klukkustundir á aðalvél á ári. Aðalvélin á nýju Heimaey er með tæplega 14.000 gangtíma sem þýðir að árleg notkun hefur verið um 2000 klukkustundir á ári. Auk þess er mjög vel gengið um skipið og því vel haldið við. Nánast hægt að fara á sokkaleistunum um allt skip,“ segir Eyþór.
Danirnir þeir bestu
Og hann er ánægður með nýja skipið. „Karstensens skipasmíðastöðin í Skagen er annáluð fyrir að smíða bestu uppsjávarskipin í heiminum í dag og verkefnastaðan þannig að þeir eru með mörg skip í smíðum sem þeir afhenda í röðum. Þar vilja menn láta smíða uppsjávarskipin og ekkert skrýtið. Þeir eru einfaldlega fremstir í sínu fagi, Danirnir.“ Skipstjórar eru Ólafur Einarsson og Sigurður Rúnar Sigfússon og yfirvélstjórar eru Fannar Veigar og Ágúst Halldórsson. „Þetta er 15 manna hópur sem er á Heimaey, í skiptikerfum og sama áhöfnin sem tekur við nýrri Heimaey. Þetta er framför í útgerð en það var í apríl á síðasta ári sem við gengum frá þessum kaupsamningi. Hefði það gerst í dag í ljósi pólitískra vendinga? Spyr sá sem ekki veit og kannski, sem betur fer vorum við búnir á klára þessi kaup áður en ósköpin dynja yfir,“ segir Eyþór og vitnar til ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að tvöfalda veiðigjöldin. „Við vorum bjartsýnni þá.“




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.