Viðgerðir á Vestmannaeyjastreng 3 hafa dregist á langinn bæði vegna vonskuveðurs sem og bilana um borð í viðgerðarprammanum Henry P Lading.
Þörf er á góðum og nægilega löngum veðurglugga til að öruggt sé að hefja aðgerðina við að tengja saman strengina. Viðgerðaskipið bíður því átekta og er vel fylgst með veðurspám.
„Eins og staðan er núna reiknum við með að viðgerðarskipið fari aftur út á aðfaranótt föstudags. Gangi það eftir má búast við að tengivinnu ljúki á mánudagskvöld og að hægt verði að taka strenginn í notkun á miðvikudag” segir í færslu á Facebook-síðu Landsnets.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst