Stelpurnar geta komist í úrslit
ÍBV og Grótta eigast við í kvöld í fjórða leik liðanna um laust sæti í úrslitaeinvíginu. ÍBV leiðir einvígið 2:1 og getur því komist í úrslitaleikinn með sigri, takist Gróttu að vinna verður oddaleikur á Seltjarnarnesi á laugardaginn.
Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18:00 en búist er við mikilli mætingu. Barist verður um hvert sæti og mælum við með því að fólk mæti tímanlega. Síðast þegar liðin áttust við í Eyjum hafði ÍBV eins marks sigur. �?á fékk Anna �?rsúla Guðmundsdóttir, sterki varnarmaður Gróttu, að líta rauða spjaldið eftir rétt rúmar tvær mínútur.
Stelpurnar hafa aldrei þurft jafn mikið á stuðninga að halda eins og í kvöld, það yrði ótrúlegt ef ÍBV myndi slá Gróttu úr keppni. Grótta hefur verið yfirburðarbesta liðið á tímabilinu og varð til að mynda Íslandsmeistari.
�?að virðist þó vera svo að ÍBV hafi tak á liðinu, í siðstu fjórum leikjum (3 á Seltjarnarnesi) hefur ÍBV sigrað í þrígang og Grótta einungis einu sinni. Gróttuliðið er gríðarlega sterkt þegar það dettur í gang en það gerðist í fyrsta leik liðanna þar sem að Grótta vann með ellefu mörkum.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.